Mette Manseth kennir í Hestheimum 2012

Mynd / http://www.facebook.com/hestheimar

16.10.2011 - 09:46
Mette Manseth kennir í Hestheimum 2012. Uppselt er í janúar og örfá sæti laus á námskeiði sem haldið verður dagana 3.-4. mars. Lágmarksfjöldi  á námskeiðin er 10 manns, og hámarksfjöldi er 12 manns. Námskeiðið er aðeins fyrir vana knapa. Námskeiðið kostar : 29.000,- ISK á manninn. Greiðist fyrirfram.
 
Innifalið:
- Kennsla hjá Mette í 2 daga
- Hestar fyrir þá sem vilja og reiðtygi
- Aðstaða í reiðhöll og hesthúsi
- Hádegisverður á laugardegi og sunnudegi
- Kaffi, te og kakó innifalið yfir daginn, kex og kökur
 
Nú þarf að vera snögg/ur og tryggja sér pláss, síðast var uppbókað á örskömmum tíma og langur biðlisti.  Hægt að kaupa hey og fá hesthúspláss fyrir hesta sem nemendur koma með. Kostar 1.000,- sólarhringurinn.

Hægt er að panta gistingu í herbergjum með sérbaði og fullt fæði, ef óskað er. Heitur pottur og dýrindis matur í boði. Með gistingu í 2 nætur og fullu fæði kostar helgin: 45.000,- á manninn.
 
Nánari upplýsingar í síma: 487-6666 og [email protected], www.hestheimar.is