Miðasala fyrir LM 2012 fer vel af stað

03.11.2011 - 05:50
Miðasala fyrir Landsmótið næsta sumar er nýlega hafin og fer ágætlega af stað. Að þessu sinni er sú breyting gerð að helgarpassar verða eingöngu seldir í hliði, en ekki í forsölu líkt og verið hefur.
Hið sama gildir um dagpassana en þá verður eingöngu hægt að nálgast í hliði.

Verð á helgar- og dagpössum verða eftirfarandi:

Helgarpassi (fös, lau, sun)  13.500 kr.

Dagpassi mán 25.júní   3500 kr.

Dagpassi þri 26.jún   3500 kr.

Dagpassi mið 27.jún   3500 kr.

Dagpassi fim 28.jún   4500 kr.

Dagpassi fös, lau, sun (verð pr. dag) 7500 kr.

Unglingapassar eru seldir í forsölu og líkt og fyrri ár verður frítt fyrir börn 13 ára og yngri.