Mynduð nakin inni í hestshræi

Fékk hugmyndina úr Stjörnustríðsmynd

04.11.2011 - 07:55
Tuttugu og eins árs gömul kona frá Oregon, Bandaríkjunum, skreið nakin inn í hestshræ og lét taka myndir af sér. Þessar myndir af Jasha Lottin hafa vakið mikinn óhug en hún verður ekki ákærð fyrir þetta athæfi sitt.
 
Eftir að myndirnar birtust hefur hún fengið fjölda líflátshótana og er móður hennar alls ekki skemmt. Á vefsíðu KOIN News er greint frá því að konan hafi fengið fjölda líflátshótanna frá netverjum sem hafa séð myndina og hafa sumir kallað hana djöfladýrkanda og öfugugga.

Á einni myndinni sést hún standa þakin blóði yfir hesthræinu. Á annarri myndinni sjást hún og kærasti hennar halda á hluta af hræinu og láta sem þau séu að fara að bíta í hann.

Bandaríski fréttablaðið Seattle Weekly hafði upp á konunni. Í viðtali við blaðið sagðist hún hafa fengið þessa hugmynd úr Stjörnustríðsmyndinni The Empire Strikes Back. Þar sést Han Solo, leikinn af Harrison Ford, rista dýr á hol og setja Luke Skywalker, leikinn af Mark Hamill, inn í það. Gerði Solo það til þess að bjarga Skywalker frá ofkólnun.
 
Frétt DV.is