Vilja landsmót í Eyjafjörð

04.11.2011 - 08:18
Á opnum fundi sem haldinn var á Akureyri átti sér stað málefnaleg umræða um Landsmótahald í Eyjafirði og almennt um stöðu Landsmóta á Íslandi. Flestir sem til máls tóku töldu seinagang í ákvarðanatöku um landsmótsstað sem og óvissu um framtíðar skipulag Landsmóta gera félögunum erfitt fyrir.
 
Vonuðust menn eftir að sátt myndi nást á landsvísu um málið í heild og því komið í farveg til lengri tíma. Þórgnýr Dýrfjörð frá Akureyrarstofu hélt stutta tölu um mikilvægi Landsmóts Hestamanna fyrir byggðarlagið og lýsti yfir vilja til að koma að hverskonar viðburðum tengdum hestum í firðinum. Í lok fundar var neðangreind yfirlýsing samþykkt.

"Opinn fundur um framtíð landsmótahalds í Eyjafirði, boðaður af stjórnum hestamannafélaganna Funa og Léttis, haldinn í Búgarði á Akureyri 2. Nóvember 2011, telur að röðin sé komin að Eyjafirði og að næsta Landsmót sem haldið verður á norðurlandi skuli haldið í þar".
 
frétt lettir.is