Piparmeyin Ali Fedotowsky á hestbak á Íslandi

Bachelorette tekið upp á Íslandi,

18.11.2011 - 19:47
Piparmeyin Ali Fedotowsky úr þáttunum Bachelorette heimsótti Ísland meðan hún var í leit að ástinni. Á föstudagskvöldið frumsýnir SkjárEinn fimmta þáttinn í Bachelorett-seríunni, piparmeyin valdi starfið sitt umfram ástina, þegar hún hafnaði piparsveininum Jake Pavelka í síðustu þáttaröð af The Bachelor.
 
Í þessum þætti er Ali mætt til Íslands ásamt níu piparsveinum sem keppast um að vinna ástir hennar. Ali fer meðal annars í útreiðartúr, í Bláa lónið og skoðar eldstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi. Ali lýsti reynslunni á bloggi sínu en fjölmargir fjölmiðlar skrifuðu um ferð hennar til Íslands, enda óvenjulegur staður fyrir stefnumót.

„Það er kalt á Íslandi, en kuldinn er algerlega þess virði. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt. Ísland er einstakt land og á hverjum degi sá ég eitthvað alveg nýtt. Ég fíla venjulega ekki kalt veður en þessi staður er algerlega stórbrotinn,“ segir Ali á bloggi sínu.

Hún fílaði sig vel þegar hún flæktist á milli verslana með Kirk, sem er einn af piparsveinunum í þáttunum. Þau keyptu sér eins lopapeysur og borðuðu á Humarhúsinu.
 
Ali lét langþráðan draum rætast þegar hún fór á hestbak á Íslandi en piparsveinarnir voru misgóðir knapar eins og kemur í ljós í þættinum. Eitt er þó ljóst og það er að Ali er ástfangin af Íslandi eins og sést í þessum 80 mínútna langa þætti þar sem Ísland fær að njóta sín í botn. Þeir sem eru ekki með áskrift að SkjáEinum geta glaðst því þátturinn verður sýndur í ólæstri dagskrá.
 
frett mbl.is