Haustfundur og val á ræktunarbúi ársins hjá HEÞ

Mette Mannseth fjallar um tamningu og þjálfun ungra hrossa

21.11.2011 - 16:51
Hinn árlegi haustfundur HEÞ verður haldinn í Ljósvetningabúð fimmtudaginn 24. nóvember og hefst hann kl. 20:30. Að þessu sinni verða tvö áhugaverð erindi á dagskrá: Mette Mannseth fjallar um tamningu og þjálfun ungra hrossa og Guðlaugur Antonsson fer yfir árið í hrossaræktinni.
 
Á fundinum verður tilkynnt um val á ræktunarbúi ársins á félagssvæðinu. 6 bú eru tilnefnd að þessu sinni. Þau eru í stafrófsröð: Grund II, Komma, Litla-Brekka, Torfunes, Ytra-Dalsgerði og Ytri-Bægisá I.
 
Sú nýbreytni verður að ræktendur (félagsmenn HEÞ) þriggja efstu hrossa í hverjum flokki á árinu hljóta viðurkenningu. Auk þessu mun efsta hross eftir aldursleiðréttingu (skv. viðmiðun BÍ) hljóta sérstök verðlaun. Allt áhugafólk um hrossarækt er hvatt til að mæta. Kaffiveitingar í boði samtakanna.