Erindi Kristinns á Hrossarækt 2011

Hvað með að sýna kynbótahross á tveimur völlum samtímis

22.11.2011 - 10:05
Kristinn Guðnason formaður Félags hrossabænda og formaður fagráðs í hrossarækt ræddi um framtíðarsýn kynbótahrossa á Landsmóti á Hrossarækt 2011. Eftir upplestur erindi síns voru umræðuhópar myndaðir og spunnust þar stórskemmtilegar umræður.
 
Erindi Kristinns á Hrossarækt 2011
 
Kynbótahross á landsmóti, framtíðarsýn.
Almannarómur að landsmóti megi stytta og dagskrána megi létta þ.e. meiri pásur til að spjalla og rölta um.
 
Skýrsla landsmótsnefndar:
-    Í verkefni Hjörnýjar Snorradóttur við Háskóla Íslands kom fram að flestir vilja engar stórar breytingar á því landsmótshaldi sem tíðkast í dag.
-    Í verkefni Hjörnýjar kemur fram að flestir eru á því að hrossum mætti fækka.
-    Í verkefni Hjörnýjar kemur fram að mótið mætti vera styttra.
 
M.a. í niðurstöðum landsmóts nefndar:
-    Æskilegt væri að fækka hrossum, eða minnka umfang, á stórhelginni frá föstudegi til sunnudags.
-    Spurning hvort eldri hross ættu að fara inn á fjöldatakmörkunum en þau yngri á lágmarkseinkunnum.
-    Ef til vill ætti að blanda saman lágmörkum og fjöldatakmörkun þannig að aldrei kæmist nema ákveðin hámarksfjöldi í hvern flokk.
-    Ein hugmynd væri að hafa ákveðin hámarksfjölda hrossa sem komast á yfirlitssýningu.
-    Huga þarf að því að mótin beri sig.
-    Hvað með að sýna kynbótahross á tveimur völlum samtímis.
 
M.a. úr umræðum í fagráði:
-    Teljum okkur þurfa 180 – 200 hross. Þau tekur 30 klukkustundir að dæma í fordómi og 10 klukkustundir á yfirlitssýningu.
-    Hvað með sér landsmót kynbótahrossanna.
-    Hvað með að sleppa elstu aldursflokkum.
-    Mætti einhverju breyta varðandi framkvæmd dóma.
 
-    Hugmyndir Guðlaugs um að yfirlitssýning sé útfærð eins og afkvæmasýningar voru útfærðar í sumar þ.e. fimm hross inná í einu, riðnir þrír hringir á hringvelli og einn sprettur á beinni braut. Ætti að spara minnst fjóra klukkutíma á yfirlitssýningu, þ.e. tæki sex tíma í stað tíu.
 
TAKIÐ ÞÁTT Í UMRÆÐU Á SPJALLBORÐI