Meistaradeildin 2012 hefst 26. janúar á fjórgangi

Dagskrá klár

22.11.2011 - 19:14
Meistaradeildin 2012 verður haldinn í sjöunda sinn og verður sú stærsta til þessa, sjö lið keppa til verðlauna, fjörir knapar í hverju liði þar af þrí sem keppa í hvert sinn. Alls eru 28 knapar og hestar skráðir til leiks.
 
Meistaradeildin er mótaröð  með hálfsmánaðar millibili sem stendur frá 26. janúar til 30. mars þá líkur þessari glæsilegu keppni Meistaradeildar með verðlauna afhendingu, einstaklingskeppni og sigurvegara í liðakeppninni auk þess verður  grill og gleði.
 
Keppnin fer fram annað hvert fimmtudagskvöld í Ölfushöllinni á Ingólfhvoli, farið er eftir alþjóðlegu FIBO reglum hestaíþróttamanna, en reglur ná yfir allar keppnisgreinar tengdar íslenska hestinum.

Meistaradeildin stefnir að því að vera sú allra sterkasta til þessa þar sem vandlega er valinn knapi í hvert lið með mikla keppnis reynslu og mikla kunnátt í hverju taumhaldi, en umfram allt er það fagmennskan sem einkennir þessi lið og keppendur.

Markmið deildarinnar er að auka umfjöllun í fjölmiðlum og velferð íslenska hestsins jafnt hérlendis sem erlendis.

Dagskráin fyrir mótaröð 2012
Fimmtudagur 26. janúar: Fjórgangur
Fimmtudagur  9.  febrúar Gæðingafimi
Fimmtudagur 23. febrúar Tölt
Fimmtudagur  8.  mars Slaktaumatölt & flugskeið
Laugadagur  24.  mars Skeiðgreinar úti
Föstudagur  30.  mars Lokamót Fimmgangur og verðlaunaafhendingar með grilli og fjöri