Albróðir Korgs frá Ingólfshvoli vann folaldasýningu hjá HÖ

26.11.2011 - 21:57
Í dag var haldin hin árlega folaldasýning Hrossaræktarfélgags Ölfus í Ölfushöll á Ingólfshvoli. Ellefu folöld voru sýnd og voru það áhorfendur sem völdu þjú efstu sætin. Áhorfendur voru á einu máli um að Kolbeinn frá Gljúfurholti sem er ræktaður af  Erni Karlssyni væri fegursta folaldið á sýningunni.
 Kolbeinn er albróðir Korgs frá Ingólfshvoli þeim snilldar fjórgangs stóðhesti sem varð í öðru sæti á eftir Spuna frá Vesturkoti á síðasta Landsmóti í flokki 5V stóðhesta.
 
Faðir Korgs er Leiknir frá Vakurstöðum. Mikið af afkvæmum Leiknis voru sýnd á þessu ári, mest fjórgangs snillingar. Kolbeinn fór vel brokkandi um Ölfushöllina í dag.

Í öðru sæti varð Hafdís frá Korpu hans Ragga málara, en Hafdís er alsystir Konserts frá Korpu. Þetta snilldar merfolald tölti mikið undir sjáfri sér og sýndi mikin drifkraft. Í þriðja sæti varð Birta frá Læk, dóttir Þrösts frá Hvammi og Eydísar frá Eystra Fróðholti. Hjörtur á Læk á heiðurinn af ræktun Birtu.