Hófapressan í Vesturkoti

26.11.2011 - 01:33

Hófapressan heimsótti Vesturkot í dag þar sem sá stórkostlegi stóðhestur Spuni býr ásamt eiganda sínum.  Við mynduðum nokkur áhugaverð tryppi eins og t.d tveggja vetra bróðir Spuna, Strák frá Vesturkoti.

 

Einnig  fengum við tækifæri til að taka viðtal við Ólaf Ásgeirsson þjálfara Spuna og Finn Ingólfsson, eiganda Vesturkots og ræktanda Spuna.

 

Stóra spurningin er, hvað mun gerast á næsta ári með Spuna? Verður stefnt með hann á Landsmót 2012?  við spurðum Ólaf og fengum mjög svo áhugavert svar sem verður greint frá hér á Hófapressunni í viðtalinu. Spuni verður tekin inn eftir nokkra daga eftir langa og stranga tíð með merunum sínum.

 

Viðtalið verður birt hér á Hófapressunni fljótlega.