Verður Spuni á Landsmóti 2012?

Viðtal við Ólaf og Finn í Vesturkoti

29.11.2011 - 15:26
Þetta ár var sérstaklega gott hjá ræktunarbúinu Vesturkoti en hinn glæsilegi 5 vetra stóðhestur Spuni frá frá Vesturkoti toppaði öll met sem sett hafa verið og yfirgaf Landsmót á þessu ári sem hæst dæmdi hestur allra tíma. Sú spurning sem er nú á allra vörum, hvað gerist með Spuna á næsta ári?
 
Munu eigendur stefna með hann á ný á Landsmót 2012 og reyna að toppa árið 2011 í kynbótadóm eða er stefnt með hann í A flokk? Framfarir Spuna á þessu ári voru mjög áhugaverðar og var mjög spennandi að fylgjast með árangri hans.
 
Hann var sýndur fyrst á kynbótasýningu á Sörlastöðum í maí þar sem hann fékk í aðaleinkunn 8.66 og þar með farmiða á Landsmót. Með þessum tölum var hann þriðji hæst dæmdi 5v stóðhestur á eftir Þóroddi frá Þóroddstöðum og Óliver frá Kvistum.

Spuni fór á Landsmót 2011 og var með hæstu einkunn í flokki 5v stóðhesta sem þar voru sýndir svo eftirvæntingin var mikil. Það sem þar gerðist átti engin von á, ekki þó nema þjálfari Spuna, Ólafur Ásgeirsson, eigandinn Finnur Ingólfsson og knapi Spuna, Þórður Þorgeirsson, þeir vissu alveg hvað Spuni gæti gert.

Á forsýningu á Landmótinu fékk Spuni hvorki meira né minna en 8.87 í aðaleinkunn og með þessum tölum var Spuni orðin hæst dæmdi stóðhestur í heimi.Aðeins einn hestur hafði hærri aðaleinkunn en það var glæsimerin hanns Benna á Kvistum, Lukka frá Stóra Vatnsskarði sem var ræktuð af föður Benna en hún er með 8,89 í aðaleinkunn.

Nú hófust vangaveltur, hvar gæti Spuni hækkað sig í yfirlitinu til þess að ná markinu, hæst dæmdi stóðhestur allra tíma. Væri það fyrir tölt eða brokk? En það sem gerðist óraði engum fyrir og er óhætt að segja að áhorfendur hafi verið orðlausir.

Eftir forsýningu voru allir á sama máli, Spurin er stórkostlegur gæðingur og það dregur engin það í efa. Fólk byrjaði þó að hafa efasemdir, Gróa á Leiti fór af stað um geðslag Spuna, hann er svo kraftmikill að það nánast má búast við sprengju, það eru fáir sem geta höndlað svona kraftmikinn hest sagði Gróa gamla á Leiti.

Þórður kvað niður þennan orðróm svo um munar á yfirlitssýningunni með sinni ótrúlegu reiðmennsku og sjálfstrausti að annað eins hefur ekki sést, meira að segja Gróa dró orðróminn til baka og yfirgaf Landsmót.

Yfirlitssýning hefst, Þórður byrjar að sýna tölt. Spuni fékk 9. fyrir tölt í forsýningu. Til þess að hækka fyrir tölt þyrfti hann að hækka fyrst fyrir hægt tölt þar sem hann fékk 8 í forsýningu. Reglurnar eru, einkunn fyrir tölt má aðeins vera einu stigi hærra en fyrir hægt tölt. Svo sýnir Þórður skeið! Spuni hafði fengið 10 fyrir skeið í fordómi. Þriðja ferð af sex sýnir þórður aftur tölt en þó með eina hönd á (stýri) taum?

Nú eru áhorfendur farnir að átta sig, Þórður ætlar að fá 10 fyrir vilja og geðslag.

Fjórða ferð á yfirliti, Þórður byrjar á tölti og aftur með eina hönd á (stýri) taum. Án allra átaka og áreinslulaust með eina hönd á taum hægir Þórður spuna niður á fet með mjög svo slakan taum. Það var auðvelt að sjá þennan ógurlega kraft sem Spuni hefur og á sama tíma hversu samvinnuþýður hann er og verkfús með knapa sínum.

Þórður ríður úr feti yfir á kraftmikið tölt. Næsta ferð brokk, en þar fékk hann 9 í forsýningu. Síðasta ferð, áhorfendur hugsa með sér, sýnir hann hægt tölt eða brokk? Nei aldeilis ekki, Þórður og Spuni fara sína síðustu ferð á fljúgandi skeiði og þórður aftur með eina hönd á (stýri) taum, “góðir gestir” hefur Þórður vafalaust hugsað “gjörið svo vel”. Áhorfendur vissu það áður en dómarar tilkynntu það að Spuni var búin að fá 10 fyrir vilja og geðslag.

Með þessari yfirlitssýningu sló þessi 5v stóðhestur öll fyrri met sem sett hafa verið. Hann fékk 8,92 og sló þar út met Lukku frá Stóra Vatnsskarði (einnig sýnd af Þórði) frá árinu 2008 og er því hæst dæmdi hestur í heimi í dag.

Spuni sló fleirri met. Rauðhetta frá Kirkjubæ hefur haldið hæstu einkunn fyrir hæfileika en hún fékk 9,23 þegar hún var sýnd af Þórði á sínum tíma þá 15 vetra gömul. Spuni sló þetta út og fékk 9,25 fyrir hæfileika og já aðeins 5v gamall. Lukka var 7v þegar hún fékk sinn hæsta dóm 2008.

Það efast enginn um það magnaða samspil milli Þórðar og Spuna, en hestur sem sýnir svona gríðarlega vinnusemi, hæfileika og gott geðslag hlítur að hafa haft MJÖG góðan þjálfara. Þegar talað er um Spuna þá er ekki annað hægt en að minnast á Ólaf Ásgeirsson í sömu setningu. Ólafur frumtamdi Spuna og hefur þjálfað hann frá upphafi og þekkir hann manna best.

Hófapressan fékk tækifæri til að setjast niður með Ólafi Ásgeirssyni og Finni Ingólfssyni eiganda og ræktanda Spuna.

Hófapressan / Sabine: Spuni hefur slegið öll met sem hægt er slá út, og það aðeins 5v gamal. Á hann meira inni?

Óli: JÁ, ég veit að hann á meira inni, hann er ungur og hefur þegar gert frábæra hluti. Hann á inni fyrir tölti, brokk, stökk og fet.

Hófapressan / Sabine: Hvað er svona sérstakt við Spuna?.

Óli: Hann hefur alveg ótrúlegan karekter. Það er ekki alltaf auðvelt fyrir hann að standa kyrr, hann er hestur sem vill vinna. Frá upphafi þegar ég byrjaði að temja og þjálfa hann hef ég aldrei upplifað slæman reiðtúr, hann vill alltaf meira. Hann er alltaf jákvæður og vinnusamur, eins og Þórður sagði á mánudeginum á Landsmóti þegar hann prufaði hann inn á Sauðárkróki, þessi hestur á sér engan líkan, hann er magnaður. Þórður talaði einnig um það að þar hafi hann verið enn betri en á Landsmótinu sjálfu, hann vill bara áfram og verður bara betri og betri.

Spuni var orðin svo góður í febrúar að ég var orðin áhyggjufullur um að hann myndi ekki halda þessum árangri út árið þar sem það var aðeins febrúar. Það gerðist oftar en einu sinni að við löbbuðum saman heim eftir reiðtúr þar sem hann var svo góður. Hann vildi bara áfram og varð betri og betri svo ég hætti að hafa áhyggjur.

Hófapressan / Sabine: Þá er það spurningin sem er á allar vörum. Á næsta ári er Landsmót, eigum við eftir að sjá Spuna þar?

Óli hugsar vel áður en hann svarar.

Óli: ... Við höfum ekki tekið ákvörðun með það. Ég tek Spuna inn eftir 2 vikur og mun hann verða í fullri þjálfun í vetur. Ég verð að hugsa þetta til fulls áður en ákvörðun verður tekin, þessi hestur hefur gert allt fyrir mig og er góður vinur. Tökum sem dæmi, EF við tökum þá ákvörðun að stefna með hann á Landsmót 2012 í A flokk þá eru við ekki hræddir við að mæta þeim bestu.

Hófapressan / Sabine:  Spuni mun þó eiga enn eitt metið í viðbót á næsta ári. Það er örugglega enginn annar stóðhestur sem hefur eignast eins mörg afkvæmi á einu ári eins og Spuni mun eiga á næsta ári. Hvað koma mörg afkvæmi undan honum á næsta ári?.

Óli / Finnur: Það mun koma undan honum um 150 afkvæmi. Hann var með 30 til 40 merum fyrir Landsmót. Eftir kynbótasýninguna á Sörlastöðum í maí fór hann í sæðingar á Sandhólaferju þar sem ég hélt áfram að þjálfa hann. Tveimur vikum fyrir Landsmót kom hann aftur í Vesturkot og var þá ekki í merum. Eftir árangur hans á Landsmóti hafði mikill fjöldi eigenda mera samband við mig og vildu fá undir hann. Hann fór á Sandhólaferju aftur eftir Landsmót og eftir það kom hann heim í vesturkot og var þar með merum í haga.

Hófapressan / Sabine: Er búið að panta mikið undir hann á næsta ári?.

Finnur:  Gangmál Spuna fyrir árið 2012 er enn í vinnslu. Ég er ekki búinn að taka ákvörðum hvað folatollurinn mun kosta, en það er á næsta leiti. Við munum hafa umsóknarform tilbúið fyrir merareigendur í febrúar. Það eru þegar um 90 merareigendur bunir að hafa samband við mig sem vilja toll.

Óli: (Hlær) Spuni getur hjálpað þessum Orra afkvæmum þar sem engin Orri er í Spuna.
 

Um Spuna

Spuni er sonur Álfasteins frá Selfossi sem er sonur Keilis frá Miðsitju og Álfadísar frá Selfossi.

Móðir Spuna er Stelpa frá Meðalfelli, dóttir Odds frá Selfossi og Eydísar frá Meðalfelli.

 
 Hófapressan / Sabine: Óli, Ég veit að þú ert með hálfbróðir Spuna (F: Sædynur frá Múla) nú í þjálfun, verður hann eins góður og Spuni?.

Óli:  Sæmundur byrjar mjög vel, hann er mjög svipaður og Spuni svona í byrjun, hefur sama karekter.

Hófapressan / Sabine: Eins góður og Spuni?.

Óli: (Hlær) Hann verður mjög góður.

Hófapressan / Sabine: Ertu með einhver önnur áhugaverð hross í þjálfun hérí Vesturkoti í vetur?.

Óli: Já við erum með mikið af góðum hrossum hér. Sem dæmi er hér Álfadrottning frá Austurkoti, við stefnum að því að hún hækki sínar tölur sem nú eru þó góðar (8,34) og náum henni inn á Landsmót 2012. Hér er einnig Gustur frá Gígjarhóli og Heimur frá Votmúla 1 í þjálfun ásamt nokkrum öðrum sem voru í 10 efstu sætum í sínum flokkum á síðasta Landsmóti.

Hófapressan/Sabine:  Sagt er að flest hross sem Þórður ætlaði að þjálfa þennan veturinn hér heima séu öll komin til þín eftir að Þórður flutti út?

Óli: Já það er rétt, við vinnum mjög vel saman.

Hófapressan / Sabine: Þakkar Ólafi og Finni fyrir tíman og viðtalið.

Eftir viðtalið röltum við Ólafur í girðingu til Spuna þar sem hann stóð með tveimur merum. Ég sá það núna í fyrsta skipti með berum augum hvað Ólafur átti við þegar hann talaði um karekter Spuna. Þegar Ólafur opnaði hliðið þá kom Spuni rakleiðis til hans, þetta samband á milli þeirra er alveg magnað. Það var eins og Spuni væri að biðja Ólaf um að taka sig á hús og byrja að vinna, verki mínu er lokið hér með þessum merum, förum að vinna.

Spuni er án efa mikill karakter og mikill gæðingur. Við hlökkum til að fylgjast með honum í framtíðinni.

Reporter
Sabine Girke
[email protected]
 
Video 1: Spuni, yfirlit Landsmót 2011
Video 2: Óli og Spuni í byrjun árs 2011
Video 3: Strákur 2v, hálfbróðir Spuna  (V: Þeyr frá Akranesi)
Video 4: Lukka frá Stóra-Vatnsskarði
Video 5: Rauðhetta frá Kirkjubæ