Álfadís með heiðursverðlaun

Mynd / gangmyllan.is

01.12.2011 - 14:50
Á vef Gangmyllunar hjá Olil Amble og Berg Jónssyni er að finna áhugaverða grein. Þar er fjallað um heiðursverðlaunaviðurkenningu Álfadísar frá Selfossi sem ræktandi hennar tók við á Hrossarækt 2011 og fl.
 
“Á ráðstefnunni hrossarækt 2011 tók ég við heiðursverðlaunaviðurkenningu sem ræktandi Álfadísar frá Selfossi. En hún náði þeim stalli nú í ár 15 vetra gömul, þegar alls sjö afkvæmi hefðu átt að vera komin til tamningar. Sem komið er, eru fimm afkvæmi hennar tamin og sýnd, en tvö þessarra sjö eru dauð.  Sóldís undan Flygli frá Vestri Leirárgörðum reyndist ekki vel og Alvar undan Dalvari drapst  af slysförum aðeins tveggja vetra gamall.  Hann var gullfallegur og auðsveipur og var mikil eftirsjá hjá okkur í þeim fola.”

Afkvæmi hennar sem eru komin til dóms eru:
Álfasteinn, u. Keilir    Sköpulag 8,32 .   Hæfileika 8,69     Aðaleink. 8,56  122
Álfur           u. Orra     Sköpulag  8,11    Hæfileika 8,69    Aðaleink.  8,46  127 
Gandálfur  u. Gusti     Sköpulag  8,oo    Hæfileika 8,72    Aðaleink.  8,46  125   
Heilladís    u. Suðra    Sköpulag  8,09    Hæfileika 8,46    Aðaleink.  8,32  120
Álffinnur    u. Orra      Sköpulag 7,98     Hæfileika 8,42    Aðaleink.  8,24  126
Meðaltal þeirra er:   Sköpulag 8,10    Hæfileika   8,60  Aðaleink. 8,41  124
 
Greinina í heild er hægt að nálgast á vef Gangmyllunar www.gangmyllan.is