Fullbókað í Tölt og fjórgang á World Tölt 2012

Mynd / www.worldtolt.dk

-á huldu hvaða hest Jói Skúla mætir með

04.12.2011 - 11:53
Áhuginn fyrir World Tölt sem haldið verður í Arena Fyn í Óðinsvéum í Danmörku er mikill. Búið er að loka fyrir skráningar í tölt og fjórgang þar sem fullt er orðið í þessar greinar.
 
Það er óhætt að segja að þarna verða komnir saman þeir allra bestu á einni og sömu sýningunni.
 
Hér má sjá lista yfir þá hesta og knapa sem munu taka þátt. Ekki er komið á hreint hvaða hest Jóhann R. Skúlason mætir með.

Tölt T1
Odda frá Gultentorp og Andreas Kjeldgaard
Kolfaxi frá Lilleheden og Dennis Hedebo Johansen
Hvinur frá Holtsmúla og Elise Lundhaug
Magni von Nordsternhof og Fabienne Zimmermann
Moli frá Skriðu og Nils- Christian Larsen
Frami vom Hrafnsholt og Samatha Leidesdorff
Gumi frá Strandarhöfði og Dorte Rasmussen
Örn frá Grimshusum og Ellen Pedersen
Galdur frá Auðholtshjáleigu og Gry Hagelund
Herkules frá Pegasus og Johanna Wingstrand

Fjórgangur
Jarl frá Miðkrika og Lucia Koch
Óskar frá Akureyri og Sys Pilegaard
Þeyr frá Akranesi og Thomas Rørvang
Snækollur vom Lipperthof og Uli Reber
Ylur frá Akranesi og Katie Brumpton
Múni frá Kvistum  og Anne Stine Haugen
Reyr frá Dalbæ og Nils Christian Larsen