WorldFengur opnar nýja heima

31.12.2011 - 10:13
WorldFengur er nú opinn fyrir alla án endurgjalds. Hægt er að leita að hrossum eftir nafni, uppruna og örmerki og þá eru allar niðurstöður kynbóta- (FIZO) og íþróttasýninga (FIPO) aðgengilegar öllum.
 
Markmiðið er að opna nýja heima í upplýsingagjöf fyrir áhugafólk um íslenska hestinn sem ennþá er ekki orðið félagi í einhverju á þeim 19 FEIF félögum um heiminn, en eins og kunnugt er þá hafa allir félagar í FEIF frían áskriftaraðgang að WorldFeng.
 
Ef nauðsynlegt er að sækja ítarlegri upplýsingar eins og um fullnaðardóma, fullt kynbótamat, ættartré, afkvæmi o.s.frv. þá er nauðsynlegt að vera áskrifandi að WorldFeng. Vonandi á þessi opnun WorldFengs eftir að auka áhuga á íslenska hestinum og verða lyftistöng fyrir íslenska hrossarækt.
 
 
worldfengur.com