Bara ef þetta hefur farið framhjá hestamönnum!

Ásdís Rán þyngdist um þrjú kíló

03.01.2012 - 19:04
DV.is greindi frá því á vef sínum þann 28. desember 2011 að Ísdrottningin Ásdís Rán hafi þyngst um þrjú kíló eftir jólin. Svona stórfrétt á heima á öllum miðlum og birtum við hér með frétt DV í heild sinni.
 
Athafnakonan Ásdís Rán kom heim á klakann til að eyða jólunum í faðmi fjölskyldunnar. Fyrirsætan hefur greinilega haft það gott yfir hátíðarnar ef marka má fésbókarsíðu hennar þar sem hún segist hafa þyngst um heil þrjú kíló.

Vinir Ásdísar keppast um að stappa stáli í vinkonuna en Ásdís útskýrir að svona komi fyrir þá sem hitti fjölskyldu sína og komist í íslenskan mat aðeins einu sinni á ári.

Eiginmaður Ásdísar, Garðar Gunnlaugsson, er farinn að flytja inn bjór svo það er aldrei að vita nema Ásdís kenni bjórnum Krumma um kílóin.
 
frétt DV.is