Hélt á eigin höfði eftir að hafa dottið af baki

07.01.2012 - 08:58
Hin 26 ára gamla Thea Maxfield lenti í hræðulegu slysi er hún féll af hestbaki og hálsbrotnaði. Hesturinn fældist og Thea féll af baki og hálsbrotnaði svo höfuð hennar rétt svo hékk á líkama hennar.
 
Brot þetta hefur verið nefnt hengimannsbrot en þá brotnar efri hálsliður alveg.

„Ég þurfti bókstaflega að taka upp mitt eigið höfuð og halda því uppi með höndunum,“  segir Thea þakklát fyrir batann. „Ég hélt ég myndi aldrei ná mér.“

Ótrúlegt mildi þykir að Thea hafi náð sér en hún hlaut engan varanlegan skaða á mænu eða hálsi.