Baltasar Kormákur slær í gegn í Hollywood

Contraband tekjuhæst

15.01.2012 - 08:16
Kvikmynd Baltasars Kormáks, Contraband, með þeim Mark Wahlberg og Kate Beckinsale í aðalhlutverkum, var frumsýnd í Bandaríkjunum í gær. Baltasar var hins vegar fjarri glysi og glamúr rauða dregilsins og flassi blaðaljósmyndaranna í Hollywood því gærdeginum eyddi hann heima hjá sér á Hofi á Höfðaströnd í Skagafirði.
 
Kvikmynd Baltasars Kormáks, Contraband, er tekjuhæsta myndin í Bandaríkjunum um helgina, samkvæmt mælingu boxoffice.com. Hún hefur halað inn 24 milljónir dollara í aðgangseyri sem svarar til 3 milljarða króna.
 
Hollywood-mynd Baltasars Kormáks er með Mark Wahlberg og Kate Beckinsale í aðalhlutverkum og var frumsýnd í Bandaríkjunum á föstudag.

Næst tekjuhæsta mynd helgarinnar er Beauty and the Beast með 21,5 milljónir dollara í tekjur og í þriðja sæti er Mission: Impossible - Ghost Protocol með 11,5 milljónir.
 
mbl.is