Uppskeruhátið Hrossaræktarfélaga í Flóahrepp


19.01.2012 - 11:37
Laugardaginn 14.janúar s.l. var haldin sameiginleg uppskeruhátíð Hrossaræktarfélaganna í Flóahrepp. Á svæðinu eru starfandi þrjú Hrossaræktarfélög (í Villingaholtshrepp, Gaulverjabæjarhrepp og Hraungerðishrepp).
 
Anton Páll Níelsson hélt mjög fróðlegt erindi þar sem farið var vítt og breytt yfir ýmsa þætti hrossaræktar og reiðmennsku.   Hvert Hrossaræktarfélag veitti svo verðlaun fyrir sitt félag og að síðustu voru veitt verðlaun fyrir hæstu hross í öllum félögunum.

Hæstu hrossin voru sem hér segir:
Hæstu kynbótahross í Villingaholtshreppi
Reglan í Hrossaræktardeild Villingaholtshrepps er sú að efstu þrjú kynbótahross fá verðlaun.
1.       IS2006225710 - Embla frá Valhöll
Hæsti Dómur 8,23
2.       IS2006287494 - Trú frá Syðri-Gróf 1
Hæsti Dómur 8,22
3.       IS2006287571 - Lukkudís frá Austurási
Hæsti Dómur 8,10

Hæsta kynbótahross í Hraungerðishreppi 2011
Reglan í hrossaræktardeild Hraungerðishrepps er sú að hæsta kynbótahross svæðisins hlýtur verðlaun, en einungis getur sama hrossið unnið bikarinn einu sinni. Að þessu sinni var Frakkur frá Langholti efstur en hann hlaut bikarinn í fyrra og því er það Steggur frá Halakoti sem hlýtur bikarinn.
IS2003182462 Steggur frá Halakoti
 
Hæstu kynbótahross í Gaulverjabæjarhreppi 2011
Reglan í Hrossaræktardeild Gaulverjabæjarhrepps er sú að efsti stóðhestur og efsta hryssa svæðisins fá verðlaun.
IS2004187660 Gandálfur frá Selfossi
Hæsti Dómur 8,46
IS2005287262 - Hafdís frá Hólum
Hæsti Dómur 8,36
 
Hæstu kynbótahross í Flóahrepp 2011
Reglan er sú að efsti stóðhestur og efsta hryssa svæðisins fá verðlaun, en einungis getur sama hrossið unnið bikarinn einu sinni.
IS2004187401 - Frakkur frá Langholti
Hæsti Dómur 8,68
IS2005287262 - Hafdís frá Hólum
Hæsti Dómur 8,36