22 hestar drápust í bruna

23.01.2012 - 10:26
22 hestar drápust þegar eldur kom upp í hesthúsi á bæ í New Jersey-fylki í Bandaríkjunum. Hestarnir voru sýningarhestar sem höfðu tekið þátt í sýningum víða um Bandaríkin. Verðmæti þeirra hleypur á tugum þúsunda dollara.
 
Eldurinn kom upp í hesthúsi á bæ við Lafayette í New Jersey í gær. Vel gekk að slökkva eldinn en allir hestarnir drápust.

Betty Hahn, eigandi hestanna, segir í samtali við Star Ledger að hún sé algjörlega miður sín yfir því sem gerðist. Hún segir að hesthúsið hafi verið ótryggt.
 
mbl.is