Strætó með Landsmótsleið

26.01.2012 - 09:37
Landsmót ehf. er í miklu og góðu sambandi við bæði Reykjavíkurborg. Nú um þessar mundir er verið að vinna að því hörðum höndum að undirbúa í samvinnu við Strætó svokallaða Landsmótsleið, en sú leið myndi fara frá miðbæ Reykjavíkur, framhjá Kringlunni og stoppa í Víðidalnum.
 
Landsmótsleiðin verður kynnt nánar á næstu vikum og þá í samvinnu við forsvarsmenn Reykjavíkurborgar og Strætó. Þá er einnig rétt að minna á það að hægt er að taka strætisvagn frá Akranesi í bæinn, sem og Suðurlandi, Hvolsvelli, Hellu, Flúðum og allt austur að Höfn í Hornafirði en þær leiðir muntu væntanlega vera í gangi í sumar og fólk getur því skilið bílinn eftir heima og brunað á mótið í strætó!

Landsmót minnir á að hægt er að kaupa svokallaðan Reykjavíkurpassa sem gildir í strætó alla mótsdaga auk þess sem frítt er í sund og söfn en allar nánari upplýsingar er að finna á miðasölusíðu Landsmóts.

Viðtökur á Landsmótsdisknum voru hreint út sagt frábærar og nú er svo komið að fyrsta upplagið er uppselt og næsta upplag farið í sölu. Frábær árangur það.

Dagskrá mótsins er í vinnslu þessa dagana, sem og skemmtidagskráin og verða þær birtar um leið og þær eru klárar, ljóst er að mikið verður um dýrðir á Landsmótinu í sumar.
 
landsmot.is