Korgur frá Ingólfshvoli seldur

Mynd / Facebook - Gestüt Sunnaholt

29.01.2012 - 20:01
Björg Ólafsdóttir hefur selt sinn hlut í Korg frá Ingólfshvoli til hestabúgarðsins Sunnaholt í Þýskalandi. Artemesía Bertus á enn tíu prósenta hlut í hestinum. Sunnaholt á fyrir stórgæðingana Óskar frá Blesastöðum, Atlas frá Hvolsvelli, Frán frá Vestri Leirárgörðum og sem dæmi Hrund frá Auðsholtshjáleigu.
 
Korgur verður hjá Artemesíu Bertus í þjálfun og mun hann sinna hryssum hér á landi í sumar.
 
Hér má sjá myndband af Korg og Herjólfi í Skautahöllinni í Reykjavík