Ræktunardagur Hrossaræktarfélags Andvara

29.01.2012 - 08:12
Ræktunardagur Hrossaræktarfélags Andvara verður haldinn 4. febrúar næstkomandi. Forskoðun kynbótahrossa, folaldasýning, Sviðamessa og fræðsluerindi.
 
Dagskrá:
Kl. 8:30 – 12.  Forskoðun kynbótahrossa í Reiðhöll – Kristinn Hugason
Kl. 12.15 – 14.  Sviðamessa í Félagsheimili á vegum Jóns Ó. Guðmundssonar. Skráning hjá: [email protected]  í síðasta lagi fimmtudaginn 2. Febr.   Verð kr. 2.500.
Undir borðhaldi mun Ellert Þ Benediktsson dýralæknir á Hellu halda fræðsluerindi um fósturvísaflutninga.
Kl. 15-18.  Folaldasýning í Reiðhöll. Keppt verður í flokki hryssa og hesta.
Dómari  Ævar Örn Guðjónsson.
 
Skráningargjald fyrir hross  í forskoðun og folaldasýningu er kr 1000 fyrir félagsmenn Hrossaræktarfélags Andvara, kr 1500 fyrir aðra. Forskoðun og folaldasýning er öllum opin. Greiðsla á staðnum með pen.
Gefa þarf upp IS númer, nafn, lit, föður, móður og eiganda

Skráning hjá [email protected]  í síðasta lagi 2.febr. kl 20.