Meistaradeildin í beinni

Aðeins 499 krónur

01.02.2012 - 11:19
Eins og undanfarin ár verður sýnt beint frá Meistaradeildinni í Ölfushöllinni í vetur. Fyrsta mótið fer fram nú á fimmtudaginn klukkan 19:00 en þá verður keppt í fjórgangi.
 
Sala á aðgöngumiðum er í fullum gangi í Top Reiter, Líflandi og Baldvini og Þorvaldi, Selfossi. Aðgangseyrir er 1.500 krónur. Á sömu stöðum er jafnframt hægt að tryggja sér ársmiða á deildina en hann kostar 5.000 krónur og með ársmiðanum fylgir DVD diskur frá Meistaradeildinni 2011.

Eins og fyrr sagði hefst mótið klukkan 19:00 og er tilvalið fyrir áhorfendur að leggja aðeins fyrr af stað og gefa sér tíma til að njóta veitinganna hjá Lindu og Helga í veitingasölunni en matseðillinn er óbreyttur frá því í fyrra. Sjóðandi heitar pizzur beint út úr pizzaofninum, samlokur og að sjálfsögðu eitthvað kalt að drekka til að skola þessu niður með. Í eftirrétt er svo hægt að fá sér kaffi og súkkulaði.

Aðgangur að beinu útsendingunum kostar 499 krónur. Til að tengjast beinu útsendingunni þarf að smella á borðann "bein útsending" á síðu deildarinnar www.meistaradeild.is og á vef Eiðfaxa. Hægt er að velja um tvær greiðsluleiðir:

Greitt með SMS (fyrir viðskiptavini Símans, Vodafone og NOVA): Sendu SMS á 1900 með orðinu "hestur". Aðgangskóðinn þinn verður sendur um hæl, þú slærð hann inní reitinn á skjánum og ertu þá kominn inná beina útsendingu frá Meistaradeildinni. Kóðinn veitir aðeins einni tölvu aðgang að útsendingunni. Hvert SMS kostar 499 kr.

Greitt með greiðslukorti: Þá er smellt á orðið “hér” í textanum “Einnig er hægt að greiða með greiðslukorti með því að smella hér”. Þá opnast skráningarmynd sem þarf að fylla út og smella á GREIÐA, þá mun birtast kvittun sem inniheldur slóð sem þarf að aðeins að smella á og ertu þá komin inná beina útsendingu frá Meistaradeildinni.

Eins og undanfarin ár verður hægt að nálgast lifandi stöðu á vef deildarinnar www.meistaradeild.is.