Dagur með hrossaræktarráðunaut

03.02.2012 - 10:18
Dagur með hrossaræktarráðunaut verður haldinn í Topreiter höllinni á Akureyri föstudaginn 17. febrúar nk. Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur BÍ mun fara yfir helstu atriði sem lögð eru til grundvallar við einkunnagjöf í kynbótadómum bæði hvað varðar byggingu og hæfileika.
 
 Sýnd verða nokkur hross og gefst þátttakendum kostur á að gefa þeim einkunnir og bera saman við tölur ráðunautsins.

Þátttökugjald er kr. 4.000.-
Innfalið í þátttökugjaldi er léttur hádegisverður.

Tímasetning: Föstudagur 17. febrúar frá kl. 10:00 - 17:00

Skráning í Búgarði í síma 460-4477 eða á netfangið [email protected]

Síðasti skráningardagur er þriðjudagurinn 14. febrúar