Hestadagar í Reykjavík 2012

vetrarhátíð íslenska hestsins

08.02.2012 - 23:43
Hestadagar í Reykjavík 2012 verða vítt og breytt um höfuðborgarsvæðið. Að hátíðinni standa Landssamband Hestamannafélaga, Höfuðborgarstofa, Icelandair group,  Inspired by Iceland og sex hestamannafélög á höfuðborgarsvæðinu.
 
Félögin eru, Fákur, Sörli, Gustur, Andvari, Hörður og Sóti. Hestamannfélögin hafa lagt sig fram um að búa til vandaða dagskrá fyrir vikuna þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Öll sú vinna hefur verið í höndum meðlima félaganna og unnin í sjálfboðavinnu. Um leið og við bjóðum alla velkomna á hátiðina óskum við jafnframt öllum góðrar skemmtunar.
 
Dagskrá Hestadaga má sjá á meðfylgjandi slóð