Frá hestamannafélaginu Fáki.

09.02.2012 - 10:01
Landsmót ehf tilkynnti fyrir skömmu síðan að keppt yrði á einum velli á Landsmótinu í Reykjavík í sumar.. Þessi ráðstöfun er í samræmi við samning þann sem gerður var á milli Fáks og Landsmóts ehf um framkvæmd Landsmótsins.
 
Gefið hefur verið í skyn í opinberri umræðu að með því að leggja til einn keppnisvöll en ekki tvo fyrir Landsmótið hafi Fákur verið að brjóta samninginn en það leiðréttist hér með.  Öll undirbúningsvinnan miðaði við að hafa einn völl eins og stóð í samningi um landsmót 2012 sem LH og Fákur gerður í mars 2010. 
 
Stjórn Fáks