Hneggjandi skemmtilegt gaman

01.04.2012 - 11:50
Tignarleg sjón blasti við þeim sem leið áttu um miðbæinn í hádeginu í gær, en þar fór fram skrúðreið 150 knapa og hesta sem lögðu af stað frá Tanngarði og riðu síðan í gegnum miðbæinn og enduðu í Hljómskálagarðinum.
 
Lögreglumenn í fullum skrúða og knapar í þjóðbúningi settu svip sinn á reiðina, en nú standa yfir Hestadagar í Reykjavík undir yfirskriftinni „Hneggjandi skemmtilegt gaman“.

Í dag verður viðamikil dagskrá í tilefni Hestadaganna og lýkur henni á ístölti í Skautahöllinni í Laugardal.

Ungviðið var ekki skilið útundan, en börnin fengu að bregða sér á bak við Ráðhús Reykjavíkur undir vökulu auga hestamanna.
 
mbl.is
http://mbl.is/frettir/innlent/2012/03/31/hneggjandi_skemmtilegt_gaman/