Sundriðið í Sauðárkrókshöfn

Mynd - Feykir.is

19.09.2012 - 08:52
Atriði í kvikmyndinni Hross var tekið upp í Sauðárkrókshöfn í morgun en þar sundríður maður út í rússneskan togara til að ná sér brennivín. Sundið út í togarann gekk vel hjá hesti og manni en þegar átti að snúa við fór ekki alveg eins og ritað var í handritið.


Hesturinn féll af sérsmíðuðum palli sem hékk utan á skipinu og knapinn skutlaði sér á eftir honum en saman fóru þeir í land heilir og höldnu en hrakblautir og kaldir.
 
Frétt feykir.is

Myndbandið hér að neðan sýnir sundferðina.