Fjör í Skrapatungurétt

23.09.2012 - 08:23
Hin árlega stóðsmölun í Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu fór fram sl. laugardag og réttað daginn eftir í Skrapatungurétt. Að sögn Valgarðs Hilmarssonar ferðamannafjallkóngs fóru yfir 250 manns ríðandi í dalinn á laugardaginn en brugðið var út af venjulegri leið vegna ófærðar og farið þess í stað frá Skrapatunguréttinni og upp í Kirkjuskarðsrétt og til baka.
 
Á sunnudeginum hófust venjubundin réttarstörf og var stemningin góð í sæmilegu veðri en smá úrkoma var yfir svæðinu þann tíma er blaðamaður staldraði við eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.
 
Frétt feykir.is