Margmilljóna stóðhestur fluttur úr landi

70 hross flutt út í gær, viðtöl við útflutningsaðila

23.10.2012 - 08:17
Einn verðmætasti stóðhestur landsins, Álfur frá Selfossi, yfirgaf landið í dag og hélt til Noregs þar sem eigandi hans er búsettur.
 
 
Álfur er fyrsti Sleipnisbikarhafinn sem fer úr landi, eftir því sem næst verður komist. Sleipnisbikarinn er æðsta viðurkenning sem veitt er í hrossaræktinni og stóðhesturinn sem bikarinn fær telst vera afburðaeinstaklingur sem skilar eiginleikum sínum sterkt til afkvæmanna. Álfur er sonur Orra frá Þúfu, eins þekktasta stóðhests Íslands. Hann skilur eftir sig 417 afkvæmi hér á landi, þar af tugi fjöl og ófædd eru á annað hundrað, en þau eru væntanleg næsta sumar.

Og verðmæti Álfs er í takti við vinsældir hans. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hann um 150-200 milljónir króna virði, og má leiða líkum að því að hann hafi fært eiganda sínum um 30 milljónir króna í tekjur árlega í formi folatolla, sem það gjald kallast sem greitt er þegar meri er leidd undir hest.
 
stod2.is
http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTV9C36A3AF-BFF1-4D6B-9B5F-9B43F3FF5314