Uppskeruhátíð Þyts

28.10.2012 - 19:57
Í gærkvöldi var uppskeruhátíð Hrossaræktarsamtaka Vestur - Húnavatnssýslu og hestamannafélagsins Þyts. Veittar voru viðurkenningar fyrir 3 stigahæstu hross í öllum flokkum.
 
Ræktunarbú ársins og hæst dæmda hryssan og hæst dæmdi stóðhesturinn á árinu fengu farandbikara frá Hrossaræktarsamtökunum og síðan fengu stigahæstu knapar sínar viðurkenningar frá Þyt.

Ræktunarbú ársins 2012 er Efri-Fitjar

Knapar ársins eru, í ungmennaflokki Jónína Lilja Pálmadóttir, í 2. flokki Vigdís Gunnarsdóttir og í 1. flokki Ísólfur L Þórisson.