Hestamenn óttast fyllerí

17.11.2012 - 09:56
Athafnamaðurinn Andrés Pétur Rúnarsson hefur ekki enn fengið leyfi til að reka verslun, kaffistofu og bar í gamla dýraspítala Watsons á athafnasvæði hestamannafélagsins Fáks í Víðidal.
 
Forráðamenn Fáks eru sagðir óttast fyllirí í hestahúsabyggðinni en hingað til hafa hestamenn í Víðidal þurft að ríða hálfan hring í kringum Elliðavatn til að fá sér einn kaldan á ágætri krá á hesthúsasvæðinu í Heimsenda í Kópavogi.

Andrés Pétur fékk undanþágu til reksturs á meðan á Landsmóti hestamanna stóð í Víðidal fyrir skemmstu en svo ekki söguna meir. Hallast hann að því sjálfur að Fákur ætli að opna svipaða krá og verslun í anddyri stóru reiðhallarinnar í Víðidal og afla þannig félaginu fjár – og þar sé ástæðu andstöðunnar við krá hans að finna.
 
eirikurjonsson.is