Björgunarhestasveit Íslands

05.12.2012 - 13:16
Það er ekki á hverjum degi sem fólk rekst á hesta í endurskinsskikkjum. Sem betur fer, því sá sem sér þannig útbúna klára er að öllum líkindum í hættu. Skikkjuklæddu hestarnir eru hluti af Björgunarhestasveit Íslands.
 
 
Sveitin var stofnuð fyrir nokkrum misserum og í henni eru 12 manns, allt vanir hestamenn og meðlimir í öðrum björgunarsveitum.

Halla Kjartansdóttir stjórnarmaður í björgunarsveitinni segir að fólk hafi gleymt því hve vel hestar henti til leitar, eftir að fjórhjól og snjósleðar komu til sögunnar. Hestar hafi öflug skynfæri sem geti gagnast þegar leitað er að fólki auk þess sem hestamaðurinn þurfi ekki að huga að því hvar hann stígur niður fæti. Hrossin sjái um það. Því geti björgunarsveitarmaður á hesti einbeitt sér alfarið að leitinni. Hestar henti þó ekki alltaf.
 
www.ruv.is
http://www.ruv.is/mannlif/hestar-i-endurskinsskikkjum