Hætta við hesthús

12.12.2012 - 09:45
Stórleikararnir Hilmir Snær Guðnason og Jóhann Sigurðarson eru annálaðir fyrir áhuga sinn á hestum og hestamennsku. Áhugi þeirra er svo mikill að þeir hugðust byggja sér glæsilegt hesthús, í samvinnu við tvo félaga sína, við Landsenda í Kópavogi.
 
Búið var að greiða fyrir lóðina þegar félagarnir tveir heltust úr lestinni og eftir sitja leikararnir. Hilmir Snær og Jóhann hafa nú óskað eftir því við bæjarráð Kópavogs að fá að skila lóðinni og fá hana endurgreidda, þar sem fyrirhugað hesthús yrði of stórt fyrir þá tvo.

- kh