Úrslit frá ræktunardegi Hrossaræktarfélags Andvara 09.02.2013

11.02.2013 - 06:58
Dagskrá hófst með forskoðun kynbótahrossa í umsjá Kristins Hugasonar. Mætt var með 23 unghross þar af 7 hugsanleg stóðhestsefni. Í heildina voru þetta ágætlega byggð hross, ekkert undir 7.5 skv. spá Kristins, en hann hefur reynst okkur sannspár.
 
Ólafur Hafsteinn Einarsson og Þorvaldur Árni Þorvaldsson héldu fyrirlestur á Sviðamessunni hans Jonna í hádeginu og sögðu frá ræktuninni á Hvoli og hvernig þjálfun hrossa fer fram hjá þeim, margt áhugavert kom fram.
 
Folaldasýning fór fram síðdegis og voru þeir Ólafur og Þorvaldur Árni dómarar. Mætt var með 27 folöld, 18 hesta og 9 hryssur. Mörg falleg folöld, sum þeirra eiga væntanlega eftir að sjást á kynbótabrautinni. Flest folöldin eru í eigu félagsmanna en nokkrir komu lengra að. úrslit urðu eftirfarandi:
 
Úrslit í forskoðun kynbótahrossa  H.A. 2013
Hestar:
1.      IS2009188691 Vökull frá Efri-Brú. Brúnn.  F: Arður f. Brautarholti. M: Kjalvör frá Efri-Brú.
Ræktandi Böðvar Guðmundsson. Eigandi Hafsteinn Jónsson .  Forspá 8.33.
2.      IS2009186397 Barón frá Bala 1. Móalóttur. F: Stæll f. Neðra-Seli  M: Beta f. Forsæti.
Ræktandi: Kristinn Hákonarson.  Eigandi: Viggó Sigursteinsson.  Forspá. 8.31.
3.      IS2008184174 Hvinur f. FornuSöndum. Brúnn. F: Sær f.Bakkak.,M:Svarta-Nótt f. Fornu-Sönd.
       Ræktandi og eigandi Tryggvi Geirsson.  Forspá 8.21.
 
Hryssur:
1.      IS2007258445 Þóra f. Enni. Brúnskjótt. F :Tór f. Auðsholtshjáleigu.  M: Kolka f. Enni
Ræktandi: Harldur og Eindís í Enni. Eigandi: Sigurður Ólafsson. Forspá: 8.29
2.      IS2008284173 Hrafntinna f. FornuSöndum. Brún.F: Þorsti f. Garði, M:Kolfinna f.FornuSöndum
Ræktandi og eigandi: Axel Geirsson.  Forspá: 8.13
3.      IS2008288430 Mjallhvít f. Efri Brú. Hvítleirljós. F: Máni f.Efri Brú.  M: Þerna f. Sælukoti
Ræktandi og eigandi: Margeir Ingólfsson.  Forspá 8.13.
4.      IS2007288646 Áróra f. Unnarsholti. Rauð. F: Gári f. Auðsholtshjáleigu. M: Glefsa f. Brú
Ræktandi og eigandi: Einar Ásgeirsson   

Úrslit á folaldasýningu H.A. 09.02.2013
Hestar:
1.      IS2012186613 Völsungur f. Hamrahóli. Brúnskjóttur.F:Álfur f.Selfossi,M:Ósk f.Hamrahóli.
Ræktendur : Guðjón Tómasson og Valgerður Sveinsdóttir, Eig: Valgerður Sveinsdóttir
2.      IS2012181803 Viljar f. Haga. Jarpur. Framherji f. Flagbjarnarholti, M: Blika f. Haga
Ræktandi og eigandi: Hannes  Hjartarson
3.      IS2012181800 Úlfar f. Haga. Brúnn. F: Framherji f. Flagbjarnarholti, M:Melkorka f. Hnjúki
Ræktandi og eigandi: Þórir Hannesson
Hryssur:
1.      IS2012281806 Dagrún f. Haga. Rauðblesótt. F: Fláki f. Blesastöðum 1A,M:Gjöf f. Hvoli
Ræktandi: Þórunn Hannesdóttir. Eig: Þórunn Hannesdóttir og Sveinbjörn Bragason.
2.      IS2012225182 Viðja f. Vindhóli. Brún. F:Víðir f. Prestbakka. M:Freyja f. Flögu.
Ræktandi og eigandi: Anna Bára Ólafsdóttir.
3.      Gjöf  f. Jörfa. Brúnskjótt. F: Kári f. Mosfellsbæ. M: Skjóna f. Ægisíðu.
Ræktandi og eigandi Valur Jónsson