Góð byrjun á Kjóavöllum!

-Úrslit fyrstu vetrarleika

17.02.2013 - 09:47
Fyrsta mót hins sameinaða hestamannafélags á Kjóavöllum fór fram laugardaginn 16. febrúar en þá var keppt á 1. vetrarleikum ársins. Keppt var á nýjum hringvelli, sem er hluti af nýju keppnissvæði sem stefnir í að verði eitt það alglæsilegasta á landinu.
 
 Mikil þátttaka var í mótinu og góð skráning í alla flokka og til gamans má geta þess að sautján pollar tóku þátt svo ekki þarf að kvíða framtíðinni á Kjóavöllum. Að lokinni keppni var boðið til kaffisamsætis í félagsheimilinu þar sem félagsmenn fjölmenntu og nutu góðrar stundar saman.
 
Góð stemming ríkti á mótinu og greinilegt að félagsmenn eru jákvæðir gagnvart sameiningunni og þeirri miklu uppbyggingu sem í gangi er.
Úrslit af mótinu eru eftirfarandi:
 
Pollaflokkur (bæði teymdir og þeir sem riðu einir – allir hlutu viðurkenningu):
Snædís Hekla og Reykur f. Bergsstöðum
Lilja Sigurðardóttir og Tvistur f. Bergsstöðum
Sunna Rún Birkisdóttir og Gleði f. Hæl
Laufey Þórsdóttir og Stjarni f. Bergsstöðum
Nanna Hlín Þórsdóttir og Gáski f. Bergsstöðum
Jóhann Már Ólafsson og Skutla f. Efri-Þverá
Sindri Fannar Ólafsson og Birta frá Böðvarshólum
Guðný Dís Jónsdóttir og Röðull f. Miðhjáleigu
Elva Rún Jónsdóttir og Seifur f. Flugumýri
Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson og Breki f. Húsavík
Herdís Björg Jóhannsdóttir og Blökk f. Mel
Vilhjálmur Árni Sigurðsson og Hugbúi f. Kópavogi
Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir
Gunnlaugur Friðjónsson og Akkur f. Skarði
Eygló Eyja Bjarnadóttir og Hrefna frá Hlíðarbergi
Ása Björt Birgisdóttir og Skrámur f. Dallandi
Jón Þór Valdimarsson og Eldur f. Strandarhöfði
 
Barnaflokkur:
1. Bragi Geir Bjarnason og Róði f. Torfastöðum, Bisk.
2. Hafþór Hreiðar Birgisson og Hrafn f. Tjörn
3. Kristófer Darri Sigurðsson og Krummi f. Hólum
4. Herdís Lilja Björnsdóttir og Arfur
5. Katrín Eva Árnadóttir og Kórall f. Staðarbakka
 
Unglingaflokkur:
1. Birta Ingadóttir og Freyr f. Langholti
2. Bríet Guðmundsdóttir og Viðey f. Hestheimum
3. Þorvaldur Ingi Elvarsson og Gletting f. Eyvindarmúla
4. Kolbrún Sóley Magnúsdóttir og Draumadís f. Fornusöndum
5. Anna Þöll Haraldsdóttir og Gjöf f. Krossi

Ungmennaflokkur:
1. Ellen María Gunnarsdóttir og Von f. Votumýri
2. Lydía Þorgeirsdóttir og Aragon f. Álfhólahjáleigu
3. Símon Orri og Brella f. Forsæti
4. Guðrún Hauksdóttir og Seiður f. Feti
5. Helena Ríkey Leifsdóttir og Jökull f. Hólkoti
 
Konur II:
1. Petra Björk Mogensen og Kelda f. Laugavöllum
2. Ragna Emilsdóttir og Gammur f. Kálfholti
3. Una Hafsteinsdóttir og Arfur frá Efri-Brú
4. Sigrún Guðmundsdóttir og Silfra f. Víðihlíð
5. María Teitsdóttir og Fótur f. Innri-Skeljabrekku
Karlar II:
1. Bjarni Bragason og Mjölnir f. Hofi 1
2. Þorbergur Gestsson og Stjörnufákur f. Blönduósi
3. Björn Magnússon og Kostur f. Kollaleiru
4. Sverrir Einarsson og Mábil f. Votmúla
5. Jón Bragi Bergmann og Skúmur f. Hamarsheiði
Heldri menn og konur (+50):
1. Hannes Hjartarson og Konsert f. Skarði
2. Sigurður E. L. Guðmundsson og Flygill f. Bjarnarnesi
3. Ívar Harðarson og Bylur f. Hofi 1
4. Sigfús Gunnarsson og Glymur f. Galtastöðum
5. Guðmundur Hreiðarsson og Þór f. Litla-Moshvoli
 
Konur I:
1. Hulda G. Geirsdóttir og Þristur f. Feti
2. Guðlaug Jóna Matthíasdóttir og Stjarni f. Skarði
3. Brynja Viðarsdóttir og Kolbakur f. Hólshúsum
4. Linda B. Gunnlaugsdóttir og Kraftur f. Votmúla 2
5. Elín Guðmundsdóttir og Dúx f. Útnyrðingsstöðum
 
Karlar I:
1. Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Hrani frá Hruna
2. Sigurður Helgi Ólafsson og Rönd f. Enni
3. Kristinn Hugason og Erpur f. Ytra-Dalsgerði
4. Már Jóhannsson og Birta f. Böðvarshólum
5. Ingi Guðmundsson og Ímynd f. Hrísum
 
Opinn flokkur:
1. Ríkharður Fl. Jensen og Freyja f. Traðarlandi
2. Jóhann K. Ragnarsson og Vala f. Hvammi
3. Viggó Sigursteinsson og Þórólfur f. Kanastöðum
4. Erla Guðný Gylfadóttir og Fákur f. Feti
5. Þórir Hannesson og Sólon f. Haga
Mynd: Verðlaunahafar í barnaflokki.