Byrjaði að lyfta lóðum aðeins ellefu ára gamall

Á fullt hesthús af verðlaunagripum

20.02.2013 - 11:50
Kjartan Guðbrandsson er margfaldur Íslandsmeistari í kraftlyftingum og vaxtarrækt og starfar sem einkaþjálfari í World Class. Hann hefur keppt á yfir 20 mótum að meðtöldum aflraunamótum og unnið til verðlauna á þeim öllum sem þykir einsdæmi hér á landi.

Hann segist hafa gaman af öllu sem kemst hratt áfram nema helst tímanum. Hann stundar hestamennsku af kappi og er heltekin af málum sem snúa að mannrækt, skotfimi, veiði, bardagalist og  ástríðufullri matargerð. DV heimsótti Kjartan á dögunum og fengum við að kynnast og fræðast örlítið um þennan öfluga kappa.

Ertu búinn að klæða heilan vegg með verðlaunabikurum eftir árangur á þeim 20 mótum sem þú hefur keppt á? 

„Já, rúmlega það, fullt hesthús og eitthvað í geymslu af verðlaunagripum úr fyrrnefndum greinum auk hestamennsku, frjálsra íþrótta og júdó,“ segir Kjartan.
 
dv.is