Mun lögreglan stoppa fiskisúpuveislu?

20.02.2013 - 10:09
Í tilkynningu frá Hestamiðstöðinni í Víðidal segir að Siggi Matt og Edda Rún ætli að bjóða í mat nú í hádeginu í Hestamiðstöðinni.
 
"Jæja kæru hestamenn og konur :) þá er komið að súpudegi hjá okkur í Hestamiðstöðinni Víðidal. Þau Edda Rún og Siggi Matt í Ganghestum ætla að bjóða upp á FISKISÚPU ásamt brauði og kaffi á eftir í hádeginu í dag.
 
Veislan hefst kl. 12.00. Síðast komu í kringum 70 manns og heppnaðist það vel. Hestamenn endilega látið sjá ykkur og fáið ykkur heita súpu í hádeginu á morgun, miðvikudag í Hestamiðstöðinni. Svo verður bara spennandi að sjá hvort Rúnar formaður sendi lögguna á okkur :)"
 
Hestamiðstöðin í Víðidal