Hans með þrennu á Ístölt Austurland

24.02.2013 - 22:43
Ístölt Austurland 2013 fór fram í blíðskaparveðri á Móavatni við Tjarnarland í gær. Þar fóru verðurguðirnir á kostum og göldruðu fram þessa brakandi blíðu, og gerðu daginn eftirminnilegan. Fáir útiviðburðir verða betra en veðrið þann daginn.
 
Það má segja að Austfirðingurinn Hans Kjerúlf hafi átt Ístölt Austurland skuldlaust í gær. Hann gerði nokkuð sem enginn hefur gert áður í 10 ára sögu mótsins og vann allar þrjár höfuðgreinar ístöltsins, þ.e. A-flokk, B-flokk og tölt. Ekki slæm þrenna það hjá Kjerúlfinum.

Í A flokk var það Flugar frá Kollaleiru sem hafði sigur með Hans í hnakknum. Það voru helst Gígja frá Litla-Garði og Þorbjörn Hreinn Matthíasson sem veittu þeim mótspyrnu. Þrátt fyrir eftirtektarverða skeiðspretti og flotta töltsýningu varð Þorbjörn að lúta í lægra haldi fyrir Hans og Flugari. Flugar virtist illviðráðanlegur með góðan fótaburð auk þess að vera flugrúmur og öruggur á öllum gangi. Flugar er undan Andvara frá Ey og Laufadótturinni Flugu frá Kollaleiru.

Í B flokk og tölti opnum flokki má segja að Hans Kjerúlf Flans frá Víðivöllum fremri hafi verið öruggur sigurvegari, og náði enginn keppandi að sækja að þeim Hans og Flans. Flans er nýr keppnishestur Reyðfirðingsins sem virðist geta dregið fram nýja keppnishesta úr hesthúskofa sínum árlega. Flans er eftirtektarverður Gustssonur á áttunda vetri sem eflaust á eftir að blanda sér í toppbaráttu á Fjórðungsmóti Austurlands í sumar.

Í B-flokki vöktu einnig athygli Guðröður Ágústsson og Vökull frá Síðu, en Vökull er fallegur stóðhestur undan Adam frá Meðalfelli, dökkrauður og með hvítt og gríðarmikið fax. Eins vakti Hrollur frá Grímsey undir stjórn Þorbjörns Hreins, hágengur, rúmur og kraftmikill hestur þar á ferðinni sem er að byrja keppnisferilinn.

Áhugamannaflokkur var sterkur í ár, og má segja að áhugamenn austantjalds hafi sjaldan eða aldrei verið betur hestaðir. Virkilega gaman að sjá svo stóran hóp af góðum tölturum. Eins voru unglingarnir vel ríðandi, og er sérstaklega gaman að sjá keppnisglampa og eftirvæntingu í augum þeirra þegar riðið er inn á ísinn, enda ekki á hverjum degi sem gefst kostur á að ríða í svo glæsilegri umgjörð með fjöldann allan af áhorfendum austanlands.

Ekki er hægt að ljúka umfjöllun um Ístölt Austurlands 2013 án þess að þakka fjölskyldunni í Tjarnarlandi fyrir hjálpsemi og fórnfýsi sem þau sýna mótahaldinu. Tjarnarlandsfjölskyldan er ótrúleg, rýmir hesthúsin fyrir gesti, lánar sumarbústaðinn sem veitingasölu og gerir allt sem hægt er til að hjálpa til við þennan dag – sem hefur verið hápunktur vetrarins í hestamennsku austantjalds síðustu 10 ár.

 

Hér eru öll úrslit mótsins, úr úrslitum og forkeppni:

A flokkur
A úrslit
1 Flugar frá Kollaleiru / Hans Kjerúlf 8,49
2 Gígja frá Litla-Garði / Þorbjörn Hreinn Matthíasson 8,41
3 Fljóð frá Horni I / Ómar Ingi Ómarsson 8,33
4 Lokkadís frá Efri-Miðbæ / Guðröður Ágústson 8,29
5 Sóllilja frá Sauðanesi / Ágúst M Ágústsson 8,26
6 Skuggi frá Dynjanda / Hanný Heiler 8,17
7 Ól frá Flekkudal / Helgi Árnason 8,14
8 Súper-Blesi frá Hellu / Smári Gunnarsson 7,93

B flokkur
A úrslit
1 Flans frá Víðivöllum fremri / Hans Kjerúlf 8,77

2 Vökull frá Síðu / Guðröður Ágústson 8,59

3 Hrollur frá Grímsey / Þorbjörn Hreinn Matthíasson 8,39
4 Vífill frá Íbishóli / Hrönn Hilmarsdóttir 8,33
5 Dalvar frá Tjarnarlandi / Einar Kristján Eysteinsson 8,29
6 Skriða frá Horni I / Ómar Ingi Ómarsson 8,23
7-8 Kosning frá Útnyrðingsstöðum / Stefán Sveinsson 8,09
7-8 Drífa frá Litlu-Gröf / Einar Kristján Eysteinsson 8,09
B flokkur - A úrslit Bls. 1

Tölt T1
A úrslit Opinn flokkur -
1 Hans Kjerúlf / Flans frá Víðivöllum fremri 7,50
2-3 Þorbjörn Hreinn Matthíasson / Freyja frá Akureyri 6,50
2-3 Guðröður Ágústson / Dröfn frá Síðu 6,50
4 Ágúst M Ágústsson / Sunna frá Sauðanesi 6,17
5 Einar Kristján Eysteinsson / Drífa frá Litlu-Gröf 6,00
6 Ragnar Magnússon / Flygill frá Bakkagerði 5,67

Tölt T1
A úrslit Áhugamenn -
1 Hrönn Hilmarsdóttir / Vífill frá Íbishóli 6,67
2-3 María Ósk Ómarsdóttir / Sveifla frá Hafsteinsstöðum 6,17
2-3 Brynja Rut Borgarsdóttir / Von frá Bjarnanesi 6,17
4 Dagrún Drótt Valgarðsdóttir / Glæta frá Sveinatungu 5,50
5 Guðbjörg O Friðjónsdóttir / Eydís frá Neskaupstað 5,33
Tölt T1 - A úrslit Minna vanir - Bls. 1

Tölt T1
A úrslit Unglingaflokkur -
1 Elísabet Líf Theodórsdóttir / Saga frá Flögu 5,83
2 Stefán Berg Ragnarsson / Prinsessa frá Bakkagerði 5,33
3 Sara Lind Magnúsdóttir / Kolka frá Hólmatungu 4,83
4 Snorri Guðröðarson / Kyndill frá Kimbastöðum 4,67

A flokkur
Forkeppni
1 Flugar frá Kollaleiru / Hans Kjerúlf 8,46
2 Gígja frá Litla-Garði / Þorbjörn Hreinn Matthíasson 8,44
3-4 Lokkadís frá Efri-Miðbæ / Guðröður Ágústson 8,31
3-4 Fljóð frá Horni I / Ómar Ingi Ómarsson 8,31
5 Ól frá Flekkudal / Helgi Árnason 8,20
6 Sóllilja frá Sauðanesi / Ágúst M Ágústsson 8,17
7 Skuggi frá Dynjanda / Hanný Heiler 8,15
8 Súper-Blesi frá Hellu / Smári Gunnarsson 7,86
9 Eyvar frá Neskaupstað / Sigurður J Sveinbjörnsson 7,84
10 Ýmir frá Eskifirði / Ann Kristin Künzel 7,54
11 Smári frá Tjarnarlandi / Eysteinn Einarsson 7,47
12 Eir frá Hryggstekk / Einar Ben Þorsteinsson 7,36
13 Snærós frá Tjarnarlandi / Einar Kristján Eysteinsson 7,21
14 Frosti frá Ketilsstöðum / Bergur Már Hallgrímsson 7,13

B flokkur
Forkeppni
1 Flans frá Víðivöllum fremri / Hans Kjerúlf 8,60
2 Vökull frá Síðu / Guðröður Ágústson 8,50
3-4 Dalvar frá Tjarnarlandi / Einar Kristján Eysteinsson 8,40
3-4 Hrollur frá Grímsey / Þorbjörn Hreinn Matthíasson 8,40
5-6 Vífill frá Íbishóli / Hrönn Hilmarsdóttir 8,30
5-6 Skriða frá Horni I / Ómar Ingi Ómarsson 8,30
7 Drífa frá Litlu-Gröf / Einar Kristján Eysteinsson 8,22
8 Kosning frá Útnyrðingsstöðum / Stefán Sveinsson 8,20
9 Móeiður frá Egilsstaðabæ / Stefán Sveinsson 8,18
10-11 Spá frá Möðrufelli / Erla Brimdís Birgisdóttir 8,16
10-11 Kraftur frá Keldudal / Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir 8,16
12-17 Flygill frá Bakkagerði / Ragnar Magnússon 8,10
12-17 Glóð frá Gunnarsstöðum / Ágúst M Ágústsson 8,10
12-17 Galdur frá Kaldbak / Valdís Hermannsdóttir 8,10
12-17 Dikta frá Sveinatungu / Dagrún Drótt Valgarðsdóttir 8,10
12-17 Eydís frá Neskaupstað / Guðbjörg O Friðjónsdóttir 8,10
12-17 Von frá Bjarnanesi / Brynja Rut Borgarsdóttir 8,10
18-19 Harpa frá Breiðdalsvík / Smári Gunnarsson 8,00
18-19 Safír frá Sléttu / Þuríður Lillý Sigurðardóttir 8,00
20-22 Rán frá Egilsstöðum 1 / Herdís Gunnarsdóttir 7,80
20-22 Leiknir frá Kommu / Magnús Snær Eiríksson 7,80
20-22 Úði frá Ytri-Skógum / Ann Kristin Künzel 7,80
23-27 Aska frá Fornustekkum / Jóna Stína Bjarnadóttir 7,70
23-27 Róska frá Reykjavík / Pétur Kristþór Kristjánsson 7,70
23-27 Ör frá Haga / Sigurjón Magnús Skúlason 7,70
23-27 Gullbrá frá Fornustekkum / Jóna Stína Bjarnadóttir 7,70
23-27 Skorri frá Skorrastað 4 / Helga Rósa Pálsdóttir 7,70
28-29 Lokkadís frá Sléttu / Sigurður Baldursson 7,60
28-29 Gáski frá Höskuldsstöðum / Marietta Maissen 7,60
30 Marimba frá Víðivöllum fremri / Dagrún Drótt Valgarðsdóttir 7,50
31-32 Kraftur frá Tjarnarlandi / Eysteinn Einarsson 0,00
31-32 Örvar frá Sauðanesi / Ómar Ingi Ómarsson 0,00

Tölt T1
Forkeppni Opinn flokkur -
1 Hans Kjerúlf / Flans frá Víðivöllum fremri 7,00
2 Guðröður Ágústson / Dröfn frá Síðu 6,30
3 Ágúst M Ágústsson / Sunna frá Sauðanesi 6,20
4-6 Ragnar Magnússon / Flygill frá Bakkagerði 6,00
4-6 Einar Kristján Eysteinsson / Drífa frá Litlu-Gröf 6,00
4-6 Þorbjörn Hreinn Matthíasson / Freyja frá Akureyri 6,00
7-8 Stefán Sveinsson / Reynir frá Útnyrðingsstöðum 5,70
7-8 Ómar Ingi Ómarsson / Skriða frá Horni I 5,70
9 Ármann Örn Magnússon / Drottning frá Egilsstaðabæ 5,50
10-11 Bergur Már Hallgrímsson / Bára frá Ketilsstöðum 5,30
10-11 Hallfreður Elísson / Greipur frá Lönguhlíð 5,30
12 Ann Kristin Künzel / Draumur frá Sveinatungu 4,80
13 Sigurjón Magnús Skúlason / Ör frá Haga 4,60
14 Ómar Ingi Ómarsson / Örvar frá Sauðanesi 0,00

Tölt T7
Forkeppni Unglingaflokkur -
1-2 Elísabet Líf Theodórsdóttir / Saga frá Flögu 5,00
1-2 Snorri Guðröðarson / Kyndill frá Kimbastöðum 5,00
3 Stefán Berg Ragnarsson / Prinsessa frá Bakkagerði 4,80
4  Sara Lind Magnúsdóttir / Kolka frá Hólmatungu 4,50
5 Hólmar Logi Ragnarsson / Glamor frá Bakkagerði 4,30
6-7 Dagur Mar Sigurðsson / Bessi frá Björgum 4,00
6-7 Guðbjörg Agnarsdóttir / Gæskur frá Egilsstöðum 1 4,00
8-9 Magnús Fannar Benediktsson / Mósi frá Hlíðarbergi 3,30
8-9 Eydís Hildur Jóhannsdóttir / Júlíus frá Eyrarlandi 3,30
10 Styrmir Freyr Benediktsson / Gambri frá Skjöldólfsstöðum 2,30
11 Eydís Hildur Jóhannsdóttir / Díli frá Eyrarlandi (5,50) 0,0

Tölt T1
Forkeppni Áhugamenn -
1 Brynja Rut Borgarsdóttir / Von frá Bjarnanesi 6,00
2 María Ósk Ómarsdóttir / Sveifla frá Hafsteinsstöðum 5,80
3-4 Hrönn Hilmarsdóttir / Vífill frá Íbishóli 5,50
3-4 Dagrún Drótt Valgarðsdóttir / Glæta frá Sveinatungu 5,50
5 Guðbjörg O Friðjónsdóttir / Eydís frá Neskaupstað 5,30
6-9 Esther Hermannsdóttir / Fjöður frá Fáskrúðsfirði 5,00
6-9 Guðdís Benný Eiríksdóttir / Prins frá Deildarfelli 5,00
6-9 Ásvaldur Sigurðsson / Boði frá Efri-Skálateigi 2 5,00
6-9 Erla Brimdís Birgisdóttir / Spá frá Möðrufelli 5,00
10 Jóhannes Sigfússon / Oddþór frá Gunnarsstöðum 4,80
11-12 Guðrún Agnarsdóttir / Fálki frá Reyðarfirði 4,50
11-12 Þuríður Lillý Sigurðardóttir / Safír frá Sléttu 4,50
13 Jóna Stína Bjarnadóttir / Aska frá Fornustekkum 4,00
14 Sigurður Baldursson / Lokkadís frá Sléttu 3,50
15-16 Áskell Einarsson / Viktor frá Tókastöðum 0,00
15-16 Bára Garðarsdóttir / Gáski frá Úlfsstöðum 0,00