Hestafréttir hætta við beina útsendingu í kvöld

Verður sýnd á ská

28.02.2013 - 15:16
Ritstjóri Hestafrétta Fjölnir Þorgeirsson sagði í spjalli við Hófapressuna nú rétt í þessu að hann gæti ómögulega verið með beina útsendingu í kvöld frá Meistaradeildinni.
 
Ástæðan ku vera bakverkur og bólga í blöðruhálskyrtli, þannig að útsendingin verður örlítið á ská.

Við hvetjum fólk til að halla eilítið höfðinu til hægri þá sést réttur rammi í beinni. Þeir sem ekki geta tillt höfði er bent á að skoða gamlar upptökur á Youtube.