Viðar Ingólfsson býður í dekur

28.02.2013 - 09:58
Stórknapinn Viðar Ingólfsson ætlar að bjóða öllum knöpum Meistaradeildarinnar í dekur fyrir keppnina í kvöld. Dekrið hefst á snyrtistofu Gunnbjargar sem staðsett er í Þykkvabænum þar sem allir fara í greiðslu og fótsnyrtingu ásamt andlitsbaði og förðun.
 
Síðan verður farið á Hótel Selfoss í Spa þar sem allir slaka á undir fyrirlestri Viðars um það hvernig besta leiðin sé að líta vel út. Tökulið frá Animal Planet mun fylgja hópnum og gera þátt um herlegheitin.