Hlátur og grátur í Flekkudal

Þessi skrúfaði frá röngum krana, hann er án vinnu í dag

01.03.2013 - 12:16
Stórræktandinn í Flekkudal seldi nú fyrir nokkrum dögum síðan Sólbjart frá Flekkudal til Bretlands fyrir stórfé að sögn Kauphallarinnar og ku ræktandinn vera í skýjunum.
 
En það á ekki við um lögmann Íslands, sambýlismann ræktandanns, en söluverðið átti að nota til kaups á hlutabréfum í Chivas Brothers sem framleiðir meðal annars Chivas Regal og Ballantine's wiskey.

Samkvæmt frétt MBL.is varð stórslys í verksmiðjunni þegar Þúsundum lítra af viskíi var fyrir slysni hellt niður í átöppunarverksmiðju Chivas Brothers í Dumbarton.
 
Skal þess getið að engar heimildir eru fyrir ofanrituðu og er uppSPUNI frá rótum.

Frétt MBL.is
Viskístórslys í Skotlandi
Þúsundum lítra af viskíi var fyrir slysni hellt niður í átöppunarverksmiðju Chivas Brothers í Dumbarton, Skotlandi. Fregnir herma að óhappið hafi orðið vegna misskilnings á næturvakt í verksmiðjunni við þrif á bruggtækjunum.

Í stað þess að hella burt affallsvatni helltu starfsmenn verksmiðjunnar niður þúsundum lítra af viskíi. Lyktin af vökvanum sem hellt var niður var svo sterk að holræsastarfsmenn tilkynntu hana til yfirvalda, segir í frétt á vef BBC.

Chivas Brothers framleiðir meðal annars Chivas Regal og Ballantine's, næst söluhæstu viskítegund í heimi. Að sögn fyrirtækisins er slysið í rannsókn. Slysið hefur verið tilkynnt yfirvöldum á svæðinu, en vínandi hefur ekki fundist í nærliggjandi ám eða vatnsbólum.

Linkur á frétt
http://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/02/28/viskistorslys_i_skotlandi/