Ölvuð hestakona beit og sparkaði í lögreglumann í Norðlingaholti

Þessar kellingar!

09.05.2013 - 07:30
Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var óskað eftir aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að verslun Olís við Suðurlandsveg í Norðlingaholti. Þar voru ölvaðar hestakonur á ferðinni.
 
Önnur konan var verulega undir áhrifum áfengis og alls ekki í ástandi til þess að vera á hestbaki. Hún brást hins vegar mjög illa við afskiptum lögreglu af henni og beit og sparkaði í annan lögreglumanninn sem var á vettvangi. Hún var að lokum vistuð í fangageymslu lögreglu og verður yfirheyrð síðar í dag þegar af henni verður runnið.
 
dv.is