Maximus frá Skilnaðarstöðum handtekinn

26.09.2013 - 20:20
Hið magnaða Skeiðmeistaramót sem haldið er ár hvert í Zachow byrjaði á kynbótahrossum nú í vikunni og voru hreint út sagt magnaðar tölur á öllum hrossunum í forsýningu allt undir 8.
 
Elítan er öll þar saman komin hjá billjónamæringnum sem á hofið og allir elska hvorn annan(n) að sjálfsögðu.
 
Skugga lagði þó á keppnishaldið þegar Maximus nokkur frá Skilnaðarstöðum var tekinn með lögregluvaldi nú í dag en hann var skráður í Tölt Z1.T1 og Fjórgang  Z1.V1.

Eftir áreiðanlegum heimildum Hófapressunnar er um að ræða forræðisdeilu yfir Maximus sem ku hafa verið fluttur nauðugur frá Þýskalandi til Heimsmeistara í Danmörk af móður sinni en faðir Maximus náði honum aftur til baka nú í sumar á nítján manna einkaþotu og hugðist keppa á honum á fyrrnefndu móti.

Þýska lögreglan vildi ekki tjá sig um málið þegar Hófapressan hafði samband en vísaði á Þýska Kanslarann sem nú er að fagna endurkjöri og var að sjálfsögðu vonlaust að ná í hann, hana.

Maximus verður hugsanlega fluttur til Íslands í lok vikunnar.