Kvennatölt Spretts 2016

verður haldið 16. apríl

23.03.2016 - 08:26
  Hið geysivinsæla Kvennatölt Spretts og Mercedes-Benz verður haldið laugardaginn 16. apríl næstkomandi. Kvennatöltið fagnar 15 ára afmæli í ár og því verður mótið glæsilegra sem aldrei fyrr þar sem öllu verður tjaldað til.
 
 
 
Við hvetjum allar konur til að taka daginn frá og vera með!
 
Keppt verður í fjórum flokkum (byrjendur, minna vanar, meira vanar og opinn flokkur) og því ættu allar konur að geta fundið flokk við sitt hæfi.
 
Skráning verður í gangi 2. - 10. apríl og verður nánar auglýst síðar.
 
Ef eitthvað er óljóst og/eða ykkur vantar frekari upplýsingar þá endilega hafið samband við okkur í gegnum tölvupóst [email protected]