Hrossin flottari og fasmeiri á ís

25.03.2016 - 17:37
  Einu sinni á ári standa húnvesku hestamannafélögin Þytur og Neisti fyrir stóru móti á ísilögðu Svínavatni. Keppt er í þremur greinum; A flokki gæðinga, B flokki gæðinga og tölti. Keppendur koma af öllu landinu enda þykir það alltaf dálítið spennandi að keppa á ís.
 
Þetta er náttúrulega svolítið sérstakt og hrossin eru svona svolítið öðruvísi. Þau einbeita sér meira og taka ákveðnari og hreinni skref og hreyfingar. Þau eru oft fasmeiri og flottari,“ segir Ægir Sigurgeirsson mótsstjóri. 
 
Landinn fylgdist með mótinu á Svínavatni. 
 
 
Frétt www.ruv.is
http://www.ruv.is/frett/hrossin-flottari-og-fasmeiri-a-is