Úrslit lokamóts Uppsveitadeildarinnar

10.04.2016 - 07:55
  Í gærkveldi var lokakvöld Uppsveitadeildar Loga, Smára og Trausta 2016 haldið í samstarfi við Flúðasveppi þar sem keppt var í tölti og flugskeiði. Húsfyllir var og góð stemning að venju þegar knapar leiddu saman hesta sína.
 
Fyrir kvöldið voru lið Pálmatrés og Hrosshaga / Sunnuhvols með forskot og lið Vesturkots var skammt undan. Mjög góð tilþrif sáust strax í forkeppni töltsins, þar sem Sólon Morthens og Ólína frá Skeiðvöllum stóðu efst með 7,30 en skammt á eftir honum var Matthías Leó með 7.27 á Dáð frá Jaðri. Í þriðja sæti urðu Guðjón Sigurðsson á Lukku frá Bjarnastöðum með 6,93 og í fjórða sæti í forkeppni var Finnur Jóhannesson á Kerti frá Torfastöðum með 6,80.
 
Jón William Bjarkason varð efstur í B-úrslitum á Stjörnunótt frá Litlu Gröf með 6,77 og vann sér sæti í A-úrslitum. Jón William setti allt í botn í A-úrslitunum og blandaði sér eftirminnilega í toppbaráttuna þar sem hann lenti í öðru sæti með 7,56. Sólon Morthens hélt fyrsta sætinu á glæsihryssunni Ólínu frá Skeiðvöllum með 7,61. Matthías Leó varð í 3 sæti með 7,44 á Dáð frá Jaðri, Guðjón Sigurðsson á Lukku frá Bjarnastöðum í fjórða sæti og Finnur Jóhannesson á Kerti frá Torfastöðum í fimmta sæti
 
Glæsilegir skeiðsprettir sáust í keppni í flugskeiði. En þar kom sá og sigraði ungur og efnilegur knapi, Árný Oddbjörg Oddsdóttir með hestinn Fálka frá Stóra Hofi. Hún gerði sér lítið fyrir að vera með tvo bestu tímana og bætti árangurinn um nokkur sekúndubrot við hvern sprett. Sigursprettinn fór hún á 2,96 sekúndum. Í öðru sæti var Guðjón Hrafn Sigurðsson á 2,98 á Hrafnhettu frá Minni-Borg og í þriðja sæti Finnur Jóhannesson sem rann skeiðið á 3,03 á Tinnu Svört frá Glæsibæ. Allt ungir og efnilegir knapar sem eiga framtíðina fyrir sér.
 
Í Uppsveitadeildinni eru veitt verðlaun fyrir samanlagðan árangur allra móta. Í liðakeppninni varð lið Hrosshaga / Sunnuhvolls efst með 217 stig en lið Pálmatrés í öðru sæti og Vesturkots í þriðja sæti.
 
Hrosshagi / Sunnuhvoll                   217
Pálmatré              192,5
Vesturkot             172
Kílhraun                151
Landtólpi              131,5
Lið Límtré Vírnets             120
JÁVERK                    101,5
Brekka / Dalsholt              97
 
 Í einstaklingskeppninni sigraði Sólon Morthens en félagi hans í Hrosshagi / Sunnuhvoll Arnar Bjarki Sigurðarson varð í öðru sæti og Matthías Leó Matthíasson varð í þriðja sæti.
 
Sólon Morthens                 81,5
Arnar Bjarki Sigurðarson                79,5
Matthías Leó Matthíasson          69
Guðjón Sigurliði Sigurðsson         64,5
Finnur Jóhannesson       61
 
Uppsveitadeild Loga, Smára og Trausta 2016 í samstarfi við Flúðasveppi er lokið í ár og þakkar framkvæmdanefnd Uppsveitadeildarinnar öllum styrktaraðilum, Flúðasveppum og Gullfoss kaffi, þátttakendum og gestum kærlega fyrir samstarfið.
 
frétt/video/mynd/www.reidhollin.is