Ábending til eigenda og knapa kynbótahrossa

29.04.2016 - 09:29
 Að þessu sinni verða þrjár sýningar í gangi á sama tíma á suðvesturhorni landsins frá 30. maí til 10. júní. Fyrirkomulagið verður að venju á þessa leið, að dæmt er frá mánudegi til og með fimmtudegi og yfirlitssýning á föstudegi.
 
 Ef þátttaka næst á allar þessar sýningar verða þar af leiðandi yfirlitssýningar á þremur stöðum á sama tíma. Við hvetjum því knapa og eigendur til að hafa þetta í huga þegar þeir skrá hross til sýningar en sami knapi getur ekki verið að sýna á mörgum stöðum á sama tíma.
 
rml.is