Dynur frá Hvammi heigður í dag

02.06.2016 - 21:42
 Dynur frá Hvammi var heigður á jörðinni Kirkjubæ á Rangárvöllum nú í dag. Dynur var magnaður gæðingur fæddur 1994, ræktaður af Kristni Eyjólfssyni frá Hvammi. Hægt væri að fara með stóra tölu um Dyn frá Hvammi hér sem er nær vefmiðlinum 847.is en margir vita, og verður gerð útekt á afrekum hans síðar. 
 
 847.is var stofnaður árið 2000 honum til heiðurs þar sem heimsmet hans 8,47 var notað við nafngift vefsins sem enn lifir í minningu hans.