Röðun hrossa á kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum 15. - 18. ágúst.

10.08.2016 - 15:49
  Kynbótasýning verður á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 15. til 19. ágúst. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 15. ágúst. Á mánudeginum verða tvær dómnefndir að störfum þannig að tímasetningar á hollum eru aðrar þann dag, holl 1 hefst að venju kl. 8 en holl 2 kl. 9:30.
 Endilega hafið þetta í huga þegar þið skoðið röðun hrossa á sýningunni. Mælingar hefjast 10 mínútum fyrir hvert holl þannig við biðjum knapa um að mæta tímanlega, þannig tímasetningar haldist sem best. Að gefnu tilefni eru knapar í morgunhollum sérstaklega beðnir um að mæta á réttum tíma.
 
Yfirlitssýning verður föstudaginn 19. ágúst og verður auglýst frekar þegar nær dregur. Alls eru 144 hross skráð á sýninguna.